„LÝSING HAZELS Á UPPREISN PÓLSKA HERSINS ER EINS OG BESTA RAUNSÆISDRAMA“ - NOUVELLES LITTÉRAIRES, FRAKKLANDI
Sagan segir að nú eigi að flytja okkur til Varsjár. Heide veit alltaf hvað klukkan slær og samkvæmt honum er staðan þar lifandi helvíti. Sumir segja að Þjóðverjar hörfi nú frá austurvígstöðvunum. Þúsundir breskra fallhlífarhermanna hafa lent þar og pólskir hermenn streyma út úr skógunum. En pólski herinn hefur þegar hlotið sinn dauðadóm. Ekki aðeins af Reichsführer Himmler í Berlín heldur líka af Stalín sjálfum. Pólskir þjóðernissinnar grátbiðja Rauða herinn um aðstoð. En þegar hefur verið ákveðið að pólskir kommúnistar taki völdin.